Oddi

– Oddi
Fyrir Fornleifastofnun Íslands og Oddafélagið skönnuðum við manngerðan helli við Odda á Rangárvöllum. Hellirinn er við hið sögufræga fræðasetur, Odda á Rangárvöllum.
 

Yfirlitsmynd af hellinum.
 

Hliðarsýn af hellinum.
Oddi á Rangárvöllum
Á verkstað, Oddi á Rangárvöllum

 


Video af 3D meshmódelinu af hellinum í Odda.
– Verkefnið
Verkefnið fólst í því að 3D laser skanna manngerðan helli við Odda á Rangárvöllum. Hellirinn er u.þ.b. 12m langur og stórmerkilegur, hann er talinn hafa verið grafinn út á 10.öld og hafi verið í notkun þar til á 13.öld. Við skönnuðum svæðið í kringum hellinn ásamt hellinum sjálfum. Gögnin er svo hægt að nota til að gera nákvæmar mælingar, sniðmyndir og ásýndarmyndir af hellinum og umhverfinu.
Eftir að skönnuninni er lokið er hægt að útbúa einföld gögn til að nýta til framsetningar og kynningar á hellinum.
Allar mælingar á hellinum eru einfaldari með svona gögnum.
Að útbúa yfirlitsmyndir, sniðmyndir og ásýndarmyndir er einfalt þegar búið er að skanna.

 


3D punktaskýsmódelið af hellinum í Odda.

 


Hér er hægt að skoða Odda í 360° myndum, ýtið á myndina til að snúa henni. Og hægt er að færa sig á milli mynda líka.
 

Hér er hægt að skoða Sketchfab módel af Odda, ýtið á myndina til að hlaða módelið.