– Keldur á Rangárvöllum
Sumar 2019 fórum við fyrir Þjóðminjasafn Íslands að Keldum á Rangárvöllum til að 3D laser. Þetta var á þeim tíma stærsta og mest krefjandi skönnun sem við höfðum gert. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fróðlegt.
Við skönnuðum þarna í tvo daga, í góðu veðri eins og panorama myndirnar sýna að svæðið skartaði sínu fegursta.
Ásamt því að 3D laser skanna á svæðinu vorum við einnig með dróna og tókum yfirlitsmyndir af svæðinu. Ásamt því að taka fjölmargar ljósmyndir til að gera tilraunir til að gera enn betri módel af svæðinu, ekki bara punktaský heldur líka meshmódel.
Skjáskot af módelinu af altaristöflunni innan úr kirkjunni á Keldum.
Hér er hægt að skoða Keldur á Rangárvöllum í 360° myndum, ýtið á myndina til að snúa henni. Og hægt er að færa sig á milli mynda líka.
Yfirlitsmynd af bænum á Keldum á Rangárvöllum.
– Gögnin úr skönnuninni
Gögnin sem hægt er að gera er mjög fjölbreytt.
– Hægt er að gera mælingar úr módelinu þar sem formið á svona bæjum er flókið og ekki til neinar eða amk góðar teikningar.
– Þessar mælingar er líka hægt að nota seinna, sé aftur skannað árum seinna þá er hægt að gera samanburðarmælingar á milli fyrri og seinni skanna og meta breytingar.
– Hægt er að setja skönninn inn á heimasíðu þar sem hægt er að skoða sig til kynningar á Keldum.
– Hægt er að útbúa yfirlitsmyndir, ásýndarmyndir og sniðmyndir auðveldlega úr frá módelinu.
Hádegisfyrirlestur sem við héldum fyrir Þjóðminjasafnið til að kynna verkefnið.
Við notumst við smákökur til að bjóða þér upp á frábæra upplifun á síðunni okkar. Þú lest þetta örugglega ekki. Ef þú heldur áfram tökum við því sem svo að þú sért bara sátt(ur) með það, ekki satt?Ok