Hjúkrunarheimili á Húsavík


 

– Hjúkrunarheimili á Húsavík
Fyrir Framkvæmdasýslu Ríkisins og Mannvit 3D skönnuðum við lóð fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Þarna skönnuðum við allt umhverfi í kringum byggingarreitinn, húsin í kring og annað sem þarf að gera ráð fyrir þegar byggja á nýja byggingu sem mun tengja núverandi byggingum ásamt því að skanna upp í hlíðina þar sem hjúkunarheimilið verður byggt.
Skönnunin tók tvo daga og var nokkuð snúin en gögnin voru mjög góð að lokum.
Við flugum líka yfir svæðið með dróna og tókum loftmyndir sem við skeyttum saman við laser skönnuðu gögnin.
Þar sem búið var að setja út fastmerki eru öll gögnin í réttum hnitum og því mjög auðvelt að taka þau inn í aðra hönnun á byggingunum.

 


3D skanninn á fullu á lóðinni.

 


Video af 3D módelinu.
– Gögnin úr skönnuninni.
Gögnin úr skönnuninni nýtast fyrir hönnun á byggingunum sem eiga að koma þarna á lóðina. Mjög auðvelt er að setja módelið saman við aðra hönnun og samræma.