Fórum með Fornleifastofnun Íslands niður í Hafnarstræti í miðbæ Reykjavíkur þar sem þau eru með uppgröft á verslunarhúsum frá 18.öld og fengum að skanna yfir hluta af honum. Veðrið hafði gert þetta krefjandi fyrir þau og voru þau með tjöld yfir svæðinu og skönnuðum við bara inni í öðru tjaldinu. En það sést prýðilega hleðslan og svæðið í kring á videoi sem við settum saman. Mjög spennandi skann.